29  november  2009
Föndur

Jóladagatal fyrir börnin!

Hér er einföld og góð hugmynd af jóladagatali. 

Notað er 14 cm breitt furuborð (ca. 2 cm á þykkt) í dagatalið.
Lengd dagatalsins í heildina er 110 cm.
Teiknið höfuð efst á spýtuna (ca. 20 cm á lengd) og útfrá höfðinu eru smá aflíðandi axlir.
Boruð eru göt á hliðarnar á spýtunni þar sem tölustafirnir eru síðar málaðir við hliðina á þeim. Boruð eru 23 göt en tvö göt hjá tölunni 24 eru boruð efst á jólatréð.
Spýtan er máluð rauð (t.d. Apple Spice frá FolkArt)
Andlitið er málað drapplitað (t.d. Camel frá FolkArt) og roði er þurrburstaður í kinnar jólasveinsins (t.d. með Huckleberry frá FolkArt)
Jólatré er málað neðst á spýtuna með grænum lit (t.d. Olive Green frá FolkArt) og lýsa má græna litinn með ljósum lit til þess að fá pínu líf í tréð :-)
Tölustafirnir eru málaðir við hliðina á boruðu götunum með ljósum lit (t.d. Clay Bisque frá FolkArt) og einnig ,,Gleðileg jól" á jólatréð.
Á miðju spýtunnar, milli töfustafanna, er skrifað ,,DESEMBER" með grænum lit.
Notuð er moppa í skegg jólasveinsins, en að sjálfsögðu má einnig nota eitthvað annað í skeggið eins og t.d. ,,Teddy garn" eða óbleikjað léreft sem er rifið niður í ræmur.
Skeggið er límt á andlitið með límbyssu og er skeggið límt þannig niður að það vísar upp, þ.e.a.s. í átt að húfunni. Síðan er það látið falla niður þegar það er orðið þurrt. Yfirvaraskeggið er búið til á þann hátt að lagðar eru nokkrar lengjur saman og eru þær bundnar saman í miðjunni með einni lengju. síðan er það límt fyrir ofan skeggið.
Hár jólasveinsins er búið til á sama hátt og yfirvaraskeggið. Það er límt á koll jólasveinsins og kemur það síðan undan húfunni.
Þá er að búa til húfu á jólasveininn. Sniðin er ferhyrningur úr rauðu efni 40 cm x 60 cm. 60 cm hliðin er saumuð saman (eða einfaldlega límd með límbyssunni) síðan er brett nokkrum sinnum uppá húfuna og er hún límd á höfuð jólasveinsins. Bundið er utanum endann á húfunni með basti eða snæri.
Augu eru teiknuð á jólasveininn með svörtum penna.
Bútið niður 24 stk af blómavír, 10 cm á lengd. Vírinn er þræddur í götin sem boruð voru í spýtuna og festur saman, þannig að vírinn myndar lykkju sem pakkarnir eru síðan festir á . Boruð voru tvö göt efst á jólatréð til þess að lykkjan geti verið efst á trénu, vírinn er festur á bakhliðinni :-).
Það getur verið falleg að ,,skvetta" pínulítilli hvíti málningu yfir dagatalið, til þess að fá snjó á það. Gott er að nota tannbursta til þess. Sett er smá málning í tannburstann og síðan strýkur maður fingrunum yfir burstann í átt að dagatalinu, þá ætti að svettast á það.....um að gera bara að æfa sig!
Boruð eru göt í axlir jólasveinsins og vír festur á milli til þess að hægt sé að festa það uppá vegg.
Að þessu loknu ætti dagatalið að vera tilbúið til þess að gleðja litlu krílinn og stytta þar með biðina eftir jólunum

Mon 30.nov 2009 Jólin og tungliđ
Sun 29.nov 2009 Föndur
Sat 28.nov 2009 Bókmenntir - Karlsvagninn
Fri 27.nov 2009 Réttur vikunnar er forréttur
Thu 26.nov 2009 Fjađrir og flottheit hjá Victoria´s Secret
Thu 26.nov 2009 Merkilegir atburđir
Wed 25.nov 2009 Ást er
Tue 24.nov 2009 Brandari
Mon 23.nov 2009 Sjávarréttasúpa víkverjans
Sun 22.nov 2009 Sagđi ţér enginn ađ kjóllinn vćri gegnsćr ?
Sat 21.nov 2009 Er ţetta ekki ađeins of flegiđ ?
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154  
 
 
   © 2006 Kello Kello - Kringlunni 4 - 103 Reykjavík - Sími: 568-4900 - kello@kello.is